Icelandic Songbook/Ættjarðarkvæði

IcelandEdit

Icelandic Twilight SongEdit

TextEdit

ísland farsælda frón Og hagsælda hrímhvíta móðir, Hvar er þín fornaldar frægð, Frelsið og manndáðin bezt?
Alt er í heiminum hveriult, Og stund þíns fegursta frama Lýsir, sem leyftur um nótt, Langt fram á horfinni öld.
Landið var fagurt og frítt Og fannhvítir jöklanna tindar, Himininn heiður og blár, Hafið var skínandi bjart.
Þá komu feðurnir frægu Og frjálsræðishetjurnar góðu Austan um hyldýpishaf Hingað í sælunnar reit;
Reystu sér bygðir og bú í blómguðu dalanna skauti, Ukust að íþrótt og frægð, Undu svo glaðir við sitt.
Hátt á eldhrauni upp, Þar sem enn þá Öxará rennur Ofan í Almannagjá, Alþingi feðranna stóð.
Þar stóð hann Þorgeir á þingi, Er við trúnni var tekið af lýði; Þar komu Gissur og Geir, Gunnar og Héðinn og Njáll.
Þá riðu hetjur um héruð, Og skrautbúin skip fyrir landi Flutu með fríðasta lið, Færandi varninginn heim.
Það er svo bágt að standa í stað, Og mönnunum munar Annaðhvort aftur á bak Ellegar nokkuð á leið.
Hvað er þá orðið okkar starf í sex hundruð sumur? Höfum við gengið til góðs Götuna fram eftir veg?
Landið er fagurt og frítt Og fannhvítir jöklanna tindar, Himininn heiður og blár, Hafið er skínandi bjart.
En á eldhrauni upp, Þar sem enn þá Öxará rennur Ofan í Almannagjá, Alþing er horfið á braut.
Nú er hún Snorrabúð stekkur, Og lyngið á Lögbergi helga Blánar af berjum hvert ár, Börnum og hröfnum að leik.
Ó, þér unglingafjöld Og íslands fullorðnu synir l Svona er f eðranna f rægð Fallin í gleymsku og dá!

AnnotationEdit

By Jónas Hallgrímsson.

TranslationEdit

Song eftir Sigfús Einarsson and Vald SchiöttEdit

TextEdit

Ó, fögur er vor fósturjörð Um fríða sumardaga, Er laufin grænu litka börð, Og leikur hjörð í haga; En dalur lyftir blárri brún Mót blíðum sólarloga, Og glitrar flötur, glóir tún, Og gyllir sunna voga.
Og vegleg jörð vor áa er Með ísi þakta tinda, Um heiðrík kvöld að höfði sér Nær hnýtir gullna linda, Og logagneistum stjörnur strá Um strindi hulið svellum, En hoppa álfar hjarni á, Svo heyrist duna' í fellum.
Þú fósturjörðin fríð og kær, Sem feðra hlúar beinum, Og lífið ungu frjóvi fær Hjá fornum bauta-steinum, Ó, blessuð vertu fagra fold, Og fjöldinn þinna barna, Á meðan gróa grös í mold Og glóir nokkur stjarna.

AnnotationEdit

By Jón Thóroddsen.

TranslationEdit

God save the kingEdit

TextEdit

Eldgamla ísafold, Ástkæra fósturmold, Fjallkon-an fríð, Mögum þín muntu kær, Meðan lönd girðir sær Og gumar girnast mær, Gljár sól á hlíð.
Hafnar úr gufu hér Heim allir girnumst vér Þig þekka' að sjá; Glepur oss glaumurinn, Ginnir oss soll-urinn, Hlær að oss heimskinginn Hafnar slóð á.
Leiðist oss fjalllaust frón, Fær oss oft heilsutjón Þokuloft léð; Svipljótt land sýnist mér Sífelt að vera hér, Sem neflaus ásýnd er, Augnalaus með.
Öðruvísi' er að sjá Á þér hvítfaldinn há Heiðhim-in við; Eða þær kristalsár, Á Jiverjar sólin gljár, Og heiðar himinblár, Hájökla rið.
Eídgamla ísafold, Ástkæra fósturmold, Fjallkon- an fríð, Ágætust auðnan þér, Upp lyfti, biðjum vér, Meðan að uppi er, Öll heimsins tíð.

AnnotationEdit

By Bjarni Thórarensen.

TranslationEdit